Tyrkland og Egyptaland

4 daga sigling á Níl

Skráning og ferðaskilmálar

Þessi einstaka ferð leiðir okkur í gegnum tvo stórbrotna menningarheima – frá iðandi mannlífi Istanbúl til fornar dýrðar Egyptalands. Við heimsækjum söguleg kennileiti, njótum stórbrotinnar náttúru og upplifum heillandi menningu þessara tveggja landa. Hápunktur ferðarinnar er fjögurra daga sigling á Níl.

Óbindandi skráning
– tryggðu þér sæti

Til að fá gott yfirlit yfir hópinn og tryggja að allt verði skipulagt sem best, biðjum við ykkur um að fylla út meðfylgjandi skráningarform. Þetta hjálpar okkur að laga ferðina sem best að ykkar þörfum og óskum og skapa sem besta upplifun. Með skráningu tryggir þið ykkur einnig sæti í ferðinni.  Þið fáið staðfestingu á skáningu með tölvupósti (athugið spam!).

Við bendum ykkur á að skoða þá valkosti sem í boði og merkja þar sem á við.

Skráningin er fyrst bindandi eftir greiðslu staðfestingargjalds.  

Verð og greiðsluskilmálar

Allt sem þú þarft að vita um verð, innifalið og það sem þú getur valið að bæta við – skýrt og einfalt.

Verð og greiðsluskilmálar

Verð á mann er 773.200 kr., miðað við gistingu í tveggja manna herbergi.

Einstaklingsherbergi er í boði gegn aukagjaldi að upphæð 238.700 kr.

Viltu auka lúxus? Það eru tvær svítur um í Dahabyia-bátnum. Aukagjald fyrir svítuna er 49.600 kr. Fyrstir koma, fyrstir fá!

Við skráningu þarf að greiða staðfestingargjald að upphæð 154.640 kr. (20% af grunnverði). Skráningargjaldið skal greiðast innan þriggja vikna frá skráningu. Lokagreiðsla, að upphæð 618.560 kr. skal greiðast í síðasta lagi 9. júlí 2024.

Lágmarksfjöldi: 10 manns
Hámarksfjöldi: 15 manns

 

Innifalið í verði

Allir flugmiðar á milli áfangastaða
Allur flutningur til og frá flugvöllum og um Egyptaland
2 nætur á 4 hóteli í Istanbúl með morgunverði
2 nætur á 5 hóteli í Kairó með morgunverði
2 nætur á 5 hóteli í Luxor með morgunverði
4 nætur um borð í Dahabiya með fullu fæði
1 nótt á 5 hóteli í Aswan (án morgunverðar vegna árla flugs)
2 nætur á 4 hóteli í Istanbúl (sú seinni án morgunverðar vegna árla flugs)
 
Skýingar í ferðaslýsingu: (M) er morgun-, (H) er hádegis- og (K) er kvöldverður

 

Einnig innifalið

Aðgangur að Stóra Píramýdanum, Egypska safninu, Abu Simbel mm.
Enskumælandi staðarleiðsögumenn og íslenskur hópstjóri með í för
Vatnsflaska í öllum ferðum í Egyptalandi
 
 

Valfrjálsar upplifanir

Um sex tíma gönguferð um gamla bæinn í Istanbúl með staðkunnum enskumælandi leiðsögumanni.
 
Loftbelgsferð yfir Luxor og fleiri spennandi upplifanir

 

Ekki innifalið

Máltíðir sem ekki eru taldar upp í innifalið
Drykkjarföng og persónuleg útgjöld
Þjórfé fyrir erlendan fararstjóra og rútubílstjóra
Farangursþjónusta á hótelum
Forfalla- og ferðatryggingar

 

via World ApS

via World ApS er með danskt ferðaskrifstofuleyfi og er skráð meðlimur nr. 3639 í Rejsegarantifonden.  Kennitala (DK) CVR 44903695ó
 
via World ApS hefur öll þar til gerð leyfi til að setja saman, skipuleggja, bjóða og/eða selja pakkaferðir eða hafa milligöngu um sölu samtengdrar ferðatilhögunar í atvinnuskyni, hvort sem er að eigin frumkvæði eða eftir beiðni viðskiptavinar, innanlands eða erlendis.
 

 

📞 Hafðu samband

Sími: 830 0800
Tölvupóstur: team@viaiceland.com eða bjarni.meyer@viaworld.travel

Við veitum fúslega nánari upplýsingar um ferðatilhögun og aðra valkosti.

Ferðaskilmálar

Vinsamlegast kynnið ykkur ferðaskilmála hér að neðan.
 
Athugið að via World ApS getur hætt við ferð allt að 28 dögum fyrir brottför, í síðasta lagi þann 8. ágúst 2025 ef ekki næst lágmarksfjöldi þátttakenda, sem er 10 manns í þessari ferð. 
 
Ef ferð er aflýst af hálfu via World ApS / via Iceland ApS, er boðin full endurgreiðsla.

Ferðaskilmálar

1. Almennt

Þessir ferðaskilmálar gilda fyrir allar ferðir sem bókaðar eru í gegnum via World ApS / via Iceland ApS. Með því að skrá sig í ferð eða staðfesta bókun samþykkir þátttakandi þessa skilmála.


 

2. Bókun og greiðsluskilmálar

  • Staðfestingargjald þarf að greiðast við bókun og er það almennt óendurgreiðanlegt, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
  • Fullnaðargreiðsla vegna ferðar skal innt af hendi eigi síðar en 90 dögum fyrir brottför, nema annað sé tekið fram í samningi.
  • Þjónustugjald er innheimt fyrir þjónustu sem er ekki innifalin í verði ferðar, t.d. sérpöntun á bílaleigubíl, gistingu o.fl.
  • Ef greiðsla berst ekki innan tilskilins tíma áskilur via World ApS sér rétt til að ógilda bókunina án endurgreiðslu.

 

3. Innifalið í verði

  • Verð ferða er miðað við þær upplýsingar sem gilda á bókunardegi.
  • Ef breytingar verða á gjaldmiðlum, sköttum, eldsneytisgjöldum eða öðrum kostnaðarliðum, áskilur via World ApS sér rétt til að breyta verði í samræmi við það.
  • Innifalið í verði er einungis það sem sérstaklega er tekið fram í ferðalýsingu, t.d. flug, gisting, ferðir, aðgangseyrir og leiðsögn þar sem við á.

 

4. Afturköllun og endurgreiðslufyrirkomulag

Allar afbókanir þurfa að berast skriflega til via World ApS.

4.1 Staðfestingargjald
  • Staðfestingargjald er 20% af heildarverði ferðar og er óafturkræft nema ferð sé felld niður af via World ApS.
4.2 Endurgreiðsla eftir því hvenær afbókun berst
  • Meira en 90 dögum fyrir brottför – Endurgreiðsla að frádregnu staðfestingargjaldi.
  • 60-89 dögum fyrir brottför – Endurgreiðsla á 50% af ferðaverði.
  • 45-59 dögum fyrir brottför – Endurgreiðsla á 25% af ferðaverði.
  • Minna en 45 dögum fyrir brottför – Engin endurgreiðsla.
  • Ef ferðamaður mætir ekki til ferðar eða missir af flugi/ferð, er engin endurgreiðsla veitt.

Ef greitt hefur verið með kreditkorti fer endurgreiðslan inn á sama kort og notað var til greiðslu.

4.3 Aflýsing af hálfu via World ApS
  • via World getur hætt við ferð allt að 28 dögum fyrir brottför ef ekki næst lágmarksfjöldi þátttakenda, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

    a) Lágmarksfjöldi þátttakenda og tímasetning fyrir aflýsingu ferðar hafa verið tilgreind í bæði ferðalýsingu og staðfestingu ferðar. 

    b) Við staðfestingu ferðar skulu þessi ákvæði koma fram á skýran og læsilegan hátt.

    Afturköllun verður að vera tilkynnt í síðasta lagi á þeim degi sem tilgreindur er í ferðalýsingu og við staðfestingu ferðar. 

    Ef ferð er aflýst af hálfu via World ApS / via Iceland ApS, er boðin full endurgreiðsla.

  • via World ApS ber ekki ábyrgð á aukaútgjöldum sem kunna að hafa fallið til hjá viðskiptavini, svo sem vegna flugmiða eða annarra bókana sem ekki eru hluti af pakkaferðinni.

 
5. Breytingar á ferðum
  • via World ApS áskilur sér rétt til að breyta dagskrá ferða ef nauðsyn krefur, t.d. vegna veðurs, aðstæðna á áfangastað eða annarra ófyrirséðra aðstæðna.
  • Ef breytingar eiga sér stað mun fyrirtækið leitast við að veita sambærilega þjónustu.

 

6. Ábyrgð ferðamannsins

  • Ferðamaður ber ábyrgð á að hafa gild vegabréf og vegabréfsáritun, ef þörf krefur.
  • Ferðamaður ber ábyrgð á að vera tryggður með ferðatryggingu og sjúkratryggingu.
  • Ferðamaður ber ábyrgð á að fylgja settum reglum og leiðbeiningum fararstjóra eða samstarfsaðila via World ApS á hverjum áfangastað.

 

7. Ábyrgð via World ApS

  • via World ApS tryggir að allar ferðir séu skipulagðar með faglegum hætti.
  • Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á töfum, náttúruhamförum, veðri, verkföllum eða öðrum utanaðkomandi aðstæðum sem það ræður ekki við.
  • Ef bilun verður í þjónustu samstarfsaðila mun via World ApS leitast við að finna lausn, en ber ekki fjárhagslega ábyrgð á slíku.

 

8. Kvartanir og ágreiningur

  • Ef ferðamaður hefur ábendingar eða kvartanir skulu þær berast strax á meðan ferð stendur svo hægt sé að leysa málið á staðnum.
  • Ef ekki tekst að leysa úr kvörtun á staðnum má senda skriflega kvörtun innan 14 daga frá lokum ferðar.
  • Ágreiningsmál sem ekki er hægt að leysa með samkomulagi verða leyst samkvæmt lögum.

 

9. Skylda til að veita aðstoð

via World er skuldbundið til að veita viðskiptavinum aðstoð ef neyðartilvik koma upp.


 

10. Kröfur og fyrningarfrestur

Kröfur vegna galla á ferð þjónustu fyrnast eftir tvö ár.


 

11. Vegabréfs- og vegabréfsáritunarkröfur

via World veitir viðskiptavinum upplýsingar um reglur varðandi vegabréf, vegabréfsáritanir og heilsufarskröfur. Viðskiptavinurinn ber hins vegar sjálfur ábyrgð á að uppfylla þessar kröfur.


 

12. Lögsaga og varnarþing

Lögsaga og varnarþing er í samræmi við lögsögu via World í Danmörku.


 

13. Persónuvernd

Persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar í samræmi við gildandi persónuverndarlög og reglur.


 

14. Ferðaskipuleggjandi

via World Aps
Robert Jacobsens Vej 35, 5mf.
2300 Kaupmannahöfn
Danmörk

Símar: 830 0300 og +45 44 111 777
Netföng: team@viaiceland.com og bjarni.meyer@viaworld.travel
Vefsíða: www.viaiceland.com/viaworld
Framkvæmdastjóri: Bjarni Meyer Einarsson


 

Það er eindregið mælt með að ferðamenn kaupi ferðatryggingu sem nær yfir hugsanlega afbókun eða röskun á ferðalagi.

Vinsamlegast hafið samband ef óskað er frekari upplýsinga.

Vegabréfsáritun

Íslendingar þurfa vegabréfsáritun til að heimsækja Egyptaland. Áritunin er auðveld í framkvæmd og er afgreidd við komu á flugvellinum, þar sem við veitum aðstoð. Vegabréfsáritun er innifalin í verðinu.

Bólusetningar

Smitsjúkdómar eru mismunandi eftir löndum og heimsálfum. Bólusetningar fara eftir hvað þú ert að fara að gera og hvert þú ert að fara. Einnig eru smitsjúkdómar mismunandi eftir árum og tímabilum og í raun síbreytanlegir. 

Hafðu í huga að fara í  bólusetningar nokkrum vikum áður en ferðalagið hefst.  Hafið samband við ferðavernd eða heilsugæslu með góðum fyrirvara, ekki seinna en 3 mánuðum fyrir brottför. Þar mun fagfólk aðstoða þig og veita þér ráðgjöf er varðar hvaða bólusetning mun henta þér hverju sinni. Þetta er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sumar sprautur þarf að endurtaka. Hins vegar eru sumar sprautur sem endast í tugi ára. 

Algengir sjúkdómar sem mælt er með að bólusetja sig fyrir eru til dæmis stífkrampi, heilahimnubólga og lifrarbólga A og B. Einnig er þekkt að taka malaríulyf á svæðum þar sem hún er virk. 

Förum varlega í að gefa öðrum ferðalöngum ráð er varðar bólusetningar eða vörn gegn smitsjúkdómum (t.d malaríu). Ástæðan er sú að ekki gildir það sama um alla og þó þú hafir þurft eitthvað ákveðið gæti önnur manneskja þurft öðruvísi meðferð.

Læknir eða ferðavernd svara öllum spurningum varðandi bólusetningar og heilsuvernd.

Við leggjum í hann eftir

  • 00daga
  • 00klukkutíma
  • 00mínútur
Scroll to Top