
Tyrkland og Egyptaland
Þessi einstaka ferð leiðir þig í gegnum tvo stórbrotna menningarheima – frá iðandi mannlífi Istanbúl til fornar dýrðar Egyptalands. Við heimsækjum söguleg kennileiti, njótum stórbrotinnar náttúru og upplifum heillandi menningu þessara tveggja landa.

Dagur 1
Fö. 5. sept. 2025
Beint flug frá Keflavík til Istanbúl með Icelandair


Dagur 2
Lau. 6. sept. 2025
Valfrjáls sex tíma gönguferð




Dagur 3
Sun. 7. sept. 2025
Frjáls dagur í Istanbúl – Frelsi til að njóta



Dagur 4
Mán. 8. sept. 2025
Flug med Egypt Airlines frá Istanbúl til Kairo



Dagur 5
Þri. 9. sept. 2025
Píramýdarnir í Giza, Sphinxinn og Egypska safnið



Dagur 6
Mið. 10. SEPT. 2025
Flug til Lúxor – Karnak og Lúxor-hofin
Við fljúgum til Lúxor að morgni og okkur verður fylgt á hótelið þar sem við náum að hvílast stuttlega fyrir atburði dagsins.
Við skoðum Karnak og Lúxor hofrústirnar sem eru frá tíma Egyptalands hins forna. Upphaf hofbygginga á þessum stað má rekja til valdatíma Senúsret 1. á tíma Miðríkisins (1971-1926 f.Kr.). Byggingu svæðisins lauk að mestu á tíma 18. konungsættarinnar, en yngstu byggingarnar eru frá 30. konungsættinni.



Dagur 7
Fi. 11. SEPT. 2025
Konungadalurinn, Deir el Bahari & Dalur aðalsmanna
Fyrsta stopp dagsins er Konungadalurinn, þar sem við munum heimsækja nokkrar af konunglegum grafhýsum Egyptalands. Aðeins 10 til 12 grafhýsi eru opin í einu, þar sem þau eru skipt upp til varðveislu og endurbóta. Miði í Konungadalinn er innifalinn og veitir aðgang að þremur grafhýsum að eigin vali.
Við munum einnig skoða grafhýsi Tutankhamons.
Eftir heimsókn í Konungadalinn verður farið í minningarmusteri Hatshepsut drottningar í Deir el Bahari, eina musterið í Egyptalandi sem er byggt í stöllum. Musterið stendur í náttúrulegum hringleikahúsformuðum klettum og rís tignarlega upp úr eyðimerkursandinum. Þetta stórfenglega hof hefur mikilfenglegar stallaðar brekkur og rúmgóð garðhýsi. Hofin eru skreytt fallegum veggmyndum.
Við endum daginn í Dal aðalsmanna.
Við skoðum Memnon risastytturnar, og virðum fyrir okkur fornleifauppgröft við hof Amenhotep III.



Valfrjáls upplifun í Lúxor
Við hefjum flug fyrir sólarupprás og fylgjumst með dögun yfir Þebönsku hæðunum og Níl.
Flugleiðin ræðst algjörlega af vindi, sem gerir hverja ferð einstaka. Ferðin tekur um 30–35 mínútur. Verð 110€.

Dagur 8
Fös. 12. SEPT. 2025
Við höldum um borð í Dahabiya-bátinn okkar í Esna
Sigling til El Kab & Quessia – Austurbakki og Vesturbakki
Við ökum til Esna, um 50 km suður af Lúxor, þar sem við göngum um borð í Dahabiya-bát. Framundan er 4 daga sigling á Níl, frá Esna til Aswan.
Við heimsækjum hofið í Esna, þar sem við skoðum helgistaðinn og njótum stuttrar göngu um líflega markaði í bænum.
Við siglum til El Kab, (áður Nekheb), og skoðum leifar mustera og grafhýsi sem eru hoggin beint inn í klettana.
Eftir heimsóknina verður haldið áfram meðfram Níl þar til komið er að litilli eyju, þar sem báturinn leggst við akkeri yfir nóttina.
Kvöldverður verður borinn fram annaðhvort um borð í fjótabátnum eða á kyrrlátum bakka Nílar.


Dahabiya-báturinn er okkar!
Þessi einstaki bátur er sérpantaður fyrir okkar ferð og eingöngu ætlaður ferðahópnum okkar. Hámark farþega er 15 manns + hópstjóri!
Hvað er eiginlega Dahabiya-bátur?
Dahabiya-bátur er hefðbundinn, glæsilegur seglbátur sem var upphaflega notaður af egypsku yfirstéttinni á 19. öld til að ferðast upp og niður Níl. Nafnið „Dahabiya“ kemur úr arabísku orðinu „dahab“, sem þýðir „gull“ og vísar til þess lúxus sem bátarnir þóttu standa fyrir á sínum tíma.
Gullöld siglinga á Níl endurvakin
Dahabiya báturinn okkar er Miriam, öll hönnun er innblásin af gullöld ferðalaga á Níl. Nákvæm eftirmynd af 19. aldar Dahabiya. Hér er því bæði um að ræða lúxus- og menningarlega upplifun.
Þilfarið er yfirbyggt og innheldur rúmgóða setustofu og borðstofu. Antík-lampar og ljósakrónur lýsa upp þilfarið og stólar, sófar og legubekkir skapa afslappað andrúmsloft.
Við slökum á og njótum töfrandi útsýnis undir hvítum seglum bátsins.
Inni í skipinu er rúmgóð og björt setustofa. Setustofan skiptist í tvennt; önnur hliðin er útbúin þægilegum sófum og stólum, á meðan hin er með borðstofuborði og bókasafni sem inniheldur bækur um Egyptaland og Níl.
Miriam er full-loftkæld og hver káeta og svíta er með eigin loftkælingu og hitastillingum, þannig að þú getur lagað hitastigið að eigin óskum.
Af hverju er valið að sigla á Dahabiya bát í þessari ferð?
Að ferðast með Dahabiya-bát er bæði einstök og skemmtileg leið til að upplifa siglingu á Níl. Ferðin býður upp á blöndu af sögulegum sjarma og nútíma þægindum, langt frá ys og þys fjöldaferðamennsku. Þetta gerir alla upplifun dýpri, bæði í tengslum við menningu, landslag og sögu Egyptalands.
Youtube hreyfimyndirnar sýna upplifanir úr áþekkum ferðum.


Dagur 9
Lau. 13. SEPT. 2025
Sigling til Edfu & Wadi el Shat
Við siglum til Edfu og heimsækjum Hórusarhof, eitt best varðveitta musteri Egyptalands.
Eftir heimsóknina heldur ferðin áfram eftir Níl, með viðkomu í litlum þorpum og stöðum inni í eyðimörkinni. Hér er einstakt tækifæri á að skoða ósnortna nátturu og lifnaðarhætti í Egyptalandi.
Báturinn mun leggjast við akkeri við litla eyju fyrir nóttina. Kokkurinn okkar mun útbúa ekta egypskan kvöldverð, sem verður borinn fram á fallegum stað við bakka Nílar.
Önnur gistinóttin um borð í Dahabiya – fullt fæði og síðdegiste.

Dagur 10
Sun. 14. SEPT. 2025
Sigling til Gebel el Silsila, Kom Ombo & Maniha
Siglt verður til Gebel el Silsila, þar sem þú munt kanna fornar sandsteinsnámur og klettaskorin hof sem reist voru á tímum Horemhebs, Seti I, Ramses II og Merenptah.
Ferðin heldur áfram upp eftir Níl til tvíbura-hofsins í Kom Ombo, sem er tileinkað Haroeris og Sobek, krókódílaguðinum.
Við siglum til eyjarinnar Maniha, þar sem Dahabiya mun leggjast við akkeri yfir nóttina.
Kvöldverður verður borinn fram annaðhvort um borð í Dahabiya eða á friðsælum bakka Nílar.
Þriðja nóttin um borð í Dahabiya – fullt fæði og síðdegiste.

Dagur 11
Má. 15. SEPT. 2025
Sigling til Daraw og El Koubania, Aswan
Siglt verður til Daraw, þar við förum í gönguferð um þorpið. Við heimsækjum kameldýramarkaðinn og staðarmarkaðina í Daraw. Daraw var eitt sinn síðasta stopp á hinni frægu 40 daga eyðimerkurleið milli Súdan og Egyptalands.
Eftir heimsóknina heldur siglingin áfram til núbíska þorpsins El Koubania rétt við Aswan.
Fjórða og síðasta nóttin um borð í Dahabiya – fullt fæði og síðdegiste


Dagur 12
Þri. 16. SEPT. 2025
Flug tilbaka til Istanbúl
Flug frá Aswan – Kairo med Egypt Air
Brottför kl. 06:00 – Lending kl. 07:20
Flug frá Kairo – Istanbúl með Egypt Air



Dagur 13
Mið. 17. SEPT. 2025
Síðasti Dagur í Istanbúl




Dagur 14
Fi. 18. SEPT. 2025
Heimflug með Icelandair frá Istanbúl til Keflavíkur

Innifalið














Valfrjálsar upplifanir




Ekki innifalið
✓ Þær máltíðir sem ekki eru taldar upp í innifalið,
drykkjarföng og persónuleg útgjöld.
✓ Þjórfé fyrir erlenda fararstjórann og rútubílstjóra.
✓ Farangursþjónusta á hótelum.
✓ Forfalla- og ferðatryggingar.
Skýringar
Vegabréfsáritun
Bólusetningar
Smitsjúkdómar eru mismunandi eftir löndum og heimsálfum. Bólusetningar fara eftir hvað þú ert að fara að gera og hvert þú ert að fara. Einnig eru smitsjúkdómar mismunandi eftir árum og tímabilum og í raun síbreytanlegir.
Hafðu í huga að fara í bólusetningar nokkrum vikum áður en ferðalagið hefst. Hafið samband við ferðavernd eða heilsugæslu með góðum fyrirvara, ekki seinna en 3 mánuðum fyrir brottför. Þar mun fagfólk aðstoða þig og veita þér ráðgjöf er varðar hvaða bólusetning mun henta þér hverju sinni. Þetta er sérstaklega mikilvægt vegna þess að sumar sprautur þarf að endurtaka. Hins vegar eru sumar sprautur sem endast í tugi ára.
Algengir sjúkdómar sem mælt er með að bólusetja sig fyrir eru til dæmis stífkrampi, heilahimnubólga og lifrarbólga A og B. Einnig er þekkt að taka malaríulyf á svæðum þar sem hún er virk.
Förum varlega í að gefa öðrum ferðalöngum ráð er varðar bólusetningar eða vörn gegn smitsjúkdómum (t.d malaríu). Ástæðan er sú að ekki gildir það sama um alla og þó þú hafir þurft eitthvað ákveðið gæti önnur manneskja þurft öðruvísi meðferð.
Lækni eða ferðavernd svara öllum spurningum varðandi bólusetningar og heilsuvernd.
Why Choose via World for Your Group Tour?
At via World, we specialize in creating unforgettable, tailor-made group tours to Iceland for groups of 10 or more. Whether you’re planning a corporate retreat, a club excursion, or a special trip with friends and family, we ensure your journey is customized to your specific needs and preferences.
- Fully Customized Itineraries: We design your trip from start to finish, incorporating your interests—whether it’s exploring Turkey’s rich history, Egypt’s iconic landmarks, or indulging in unique cultural and culinary experiences.
- Expert Guidance:While we may be new to organizing tours in Turkey and Egypt, we collaborate with highly competent and reliable local tour operators. Their deep knowledge and expertise ensure that every detail of your trip is handled professionally, delivering an exceptional experience.
- Member of Rejsegarantifonden (The Danish Travel Guarantee Fund): As a member of Rejsegarantifonden, your trip is financially protected. This Danish government-backed fund ensures that your payments are secure, offering you peace of mind. In the unlikely event of insolvency, you are guaranteed a refund or assistance with repatriation, providing you with full financial security.


Let Us Take Care of the Details
Planning a group tour can be complex, but we’re here to simplify the process. We take care of everything, including:
- Entry requirements: We handle visa information, travel documents, and any specific regulations related to your group’s visit to Turkey or Egypt.
- A detailed itinerary: We create a comprehensive plan that balances sightseeing, activities, and free time, ensuring a well-rounded experience tailored to your group’s preferences.
- Accommodation arrangements: We select comfortable accommodations that suit your group’s needs, whether you’re looking for modern hotels, charming boutique options, or more unique lodging experiences.
- Unique experiences: From exploring Turkey’s rich history and breathtaking landscapes to experiencing Egypt’s iconic monuments and vibrant culture, we collaborate with expert local operators to curate memorable activities and ensure your group leaves with unforgettable memories.
- Transportation logistics:
We coordinate all your transport needs, from airport transfers to comfortable travel between Turkey’s or Egypt’s iconic landmarks, ensuring every detail is covered for a seamless journey.
Let us handle the logistics while you focus on enjoying an extraordinary group adventure!